Háður töfrum óperunnar

Hljóðritun óperunnar Ragnheiðar Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Björn …
Hljóðritun óperunnar Ragnheiðar Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Björn I. Jónsson, Þóra Einarsdóttir, Friðrik Erlingsson, Petri Sakari, Gunnar Þórðarson, Elmar Gilbertsson, Viðar Gunnarsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands á bak við hópinn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta hef­ur verið eitt stórt æv­in­týri, al­veg frá konsert­frum­flutn­ingn­um í Skál­holti í fyrra, sviðsetn­ingu Íslensku óper­unn­ar í vor og að upp­tök­un­um núna, sem hafa gengið mjög vel,“ seg­ir Friðrik Erl­ings­son, ann­ar höf­und­ur óper­unn­ar Ragn­heiðar ásamt Gunn­ari Þórðar­syni.

Hljóðrit­un óper­unn­ar lauk í gær í Norður­ljósa­sal Hörpu, með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og Óperu­kórn­um ásamt níu ein­söngvur­um und­ir stjórn Petris Sak­ar­is hljóm­sveit­ar­stjóra. Síðar í vet­ur kem­ur út veg­leg þriggja diska CD-út­gáfa ásamt bók með texta óper­unn­ar á ís­lensku og ensku. Heild­ar­kostnaður við hljóðrit­un og fram­leiðslu er áætlaður um 13 millj­ón­ir króna.

„Eft­ir tvær vik­ur opn­um við fyr­ir hóp­fjár­mögn­un á vef Karol­ina Fund. Þetta er afar dýr fram­kvæmd og því leit­um við eft­ir stuðningi al­menn­ings með því að for­selja hluta upp­lags­ins, enda voru það ekki síst hin frá­bæru viðbrögð al­menn­ings sem hvöttu okk­ur til að hljóðrita verkið og skila því frá okk­ur í bestu mögu­legu gæðum. Þrátt fyr­ir góðan styrk frá rík­is­stjórn­inni og ör­fá­um einkaaðilum vant­ar okk­ur enn herslumun­inn. Við biðlum því til al­menn­ings og aðdá­enda Ragn­heiðar,“ seg­ir Friðrik.

Vongóðir að ná fjár­mögn­un

Þeir fé­lag­ar setja markið á 25 þúsund evr­ur, tæp­ar fjór­ar millj­ón­ir ís­lenskra króna. „Við höf­um fulla trú á þeirri leið sem Karol­ina Fund hef­ur lagt til og erum vongóðir um að ná þessu marki,“ bæt­ir Friðrik við.

Hljóðblönd­un og öll eft­ir­vinnsla fer fram hér­lend­is og er und­ir stjórn Sveins Kjart­ans­son­ar hjá Stúd­íó Sýr­landi.

Friðrik seg­ir að þeir Gunn­ar hafi verið djúpt snortn­ir yfir þeim viðbrögðum sem óper­an fékk hér á landi og spennt­ir fyr­ir þeim áhuga sem orðið hef­ur vart er­lend­is. Breskt óperu­tíma­rit, Opera Now, og þýskt, Opernwelt, fóru lof­sam­leg­um orðum um verkið og lík­ur eru á að óper­an verði sett upp er­lend­is haustið 2015, en Friðrik get­ur ekki gefið meira uppi um það að svo stöddu.

Vinna sam­an að næstu óperu

En ætla þeir fé­lag­ar að halda sam­starf­inu áfram?

„Við Gunn­ar erum að skoða hug­mynd­ir að næsta verki, en get­um þó ekki ein­beitt okk­ur að því fylli­lega fyrr en við höf­um kvatt hana Ragn­heiði okk­ar form­lega, gengið frá upp­tök­um og sent hana frá okk­ur í bestu mögu­legu gæðum.“

Eitt er víst að næsta ópera mun byggj­ast á at­b­urðum úr sögu lands og þjóðar. Friðrik seg­ir þá báða hafa verið ást­fangna af sögu Ragn­heiðar. „Svona verk verður ekki unnið nema með hjart­anu, svo efni nýrr­ar óperu verður valið út frá því.“

Upp­lif­un að sjá verkið blómstra

Friðrik seg­ir að óperu­texti, li­bretto, sé í raun langt söguljóð. En með tón­list­inni og síðan túlk­un söngv­ar­anna við flutn­ing verks­ins komi allt sam­an til að skapa hina vold­ugu töfr­andi heild sem óperu­formið er.

„Og það er stór­brotið ferli og mik­il upp­lif­un að sjá verkið svo blómstra og taka flugið í hönd­um slíkra lista­manna sem Petri Sak­ari og hljóðfæra­leik­ara Sin­fón­í­unn­ar, meðlima Óperu­kórs­ins og okk­ar stór­feng­legu ein­söngv­ara. Það er auðvelt að verða háður þeim töfr­um og vilja halda áfram,“ seg­ir Friðrik að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert