Tekjutap vegna loðnukvóta 1% þjóðartekna

Loðna hefur áhrif á þjóðarbúið.
Loðna hefur áhrif á þjóðarbúið. mbl.is/Óskar

Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, segir að beint tekjutap vegna minni loðnukvóta sé um 1% þjóðartekna, miðað við útflutningsverðmætið 2013.

Verði loðnukvótinn um 130 þúsund tonn í vetur í stað um 308 þúsund tonna minnkar útflutningsverðmætið um 15 til 20 milljarða og veiðigjöld vegna loðnuveiða lækka um 780 milljónir króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Sveinn á að með minni kvóta leggi útgerðirnar áherslu á þá vinnslu sem gefi mest hverju sinni. Þannig hafi útflutningsverðmæti loðnunnar verið um 13 milljarðar í ár en um 33 milljarðar í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert