Dregið hefur úr virkni í Tungnafellsjökli en virkni í Bárðarbungunni er enn töluverð. Klukkan 9.40 í morgun mældist skjálfti 5,4 að stærð í norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftinn sé með stærri skjálftum sem mælst hafa síðan umbrotin hófust. Ekki mældist skýrt sigmerki á gps-tæki samfara skjálftanum.
Skyggni við gosstöðvar er slæmt. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðan eftir hádegi í gær. Lágskýjað er og úrkoma, slydda eða snjókoma er á svæðinu við gosstöðvarnar.