Áhrifaríkast að banna línuveiðar víða á grunnslóð

Undirmálsþorskur var yfir 25% af fjölda í 30 mælireitum fyrir …
Undirmálsþorskur var yfir 25% af fjölda í 30 mælireitum fyrir vestan, norðan og austan.

Samfara auknum línuveiðum við landið á síðustu árum hefur veiði á undirmáls- og smáþorski aukist, en slíkt stuðlar ekki að góðri nýtingu á stofninum.

Þrír fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnun benda á að áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir veiðar á minnsta þorskinum sé að banna línuveiðar á stórum svæðum næst landi. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í vísindarit Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að í rannsókn fiskifræðinganna séu  dregnar saman niðurstöður úr mælingum á sókn og afla sem taka yfir margra ára tímabil. Lokun stórra svæða næst landi er sögð myndu skila mestum árangri og er þá ekki verið að tala um tímabundnar skyndilokanir eins og beitt hefur verið við landið í fjölda ára heldur lokanir til lengri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka