Fékk 39 milljónir fyrir sparisjóðaskýrslu

Rannsóknarnefnd sparisjóðanna. Nefndarmennirnir Bjarni Frímann Karlsson, Tinna Finnbogadóttir og Hrannar …
Rannsóknarnefnd sparisjóðanna. Nefndarmennirnir Bjarni Frímann Karlsson, Tinna Finnbogadóttir og Hrannar Hafberg, formaður nefndarinnar. Rannsóknarnefnd sparisjóðanna. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Frí­mann Karls­son var í fullu starfi við gerð rann­sókn­ar­skýrslu um spari­sjóðina í 32 mánuði og fékk fyr­ir það greitt 39 millj­ón­ir króna. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í svari for­seta Alþing­is við spurn­ingu frá Karli Garðars­syni þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auk Bjarna Frí­manns var Tinna Finn­boga­dótt­ir í fullu starfi fyr­ir nefnd­ina. Hún fékk greidd­ar rúm­ar 38 millj­ón­ir króna fyr­ir vinnu sína en hún tók launa­laust leyfi um tíma og það skýr­ir hvers vegna hún fékk lægri laun en Bjarni Frí­mann.

Karl Garðars­son spurði:  Hvaða greiðslur fengu nefnd­ar­menn í rann­sókn­ar­nefnd um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls spari­sjóðanna fyr­ir störf sín við skýrslu­gerðina, sund­urliðað eft­ir ein­stak­ling­um? Hvaða tíma­fjöldi lá að baki greiðslum til hvers og eins og hvert var tíma­kaupið?
 

Svar for­seta Alþing­is:

Laun nefnd­ar­manna tóku mið af laun­um héraðsdóm­ara eins og þau voru ákveðin af kjararáði. Laun héraðsdóm­ara sam­an­standa af mánaðarlaun­um auk ein­inga. Sú viðmiðun þótti eiga við þar sem í starfi rann­sókn­ar­nefnd­ar­manna reyn­ir m.a. á úr­lausn lög­fræðilegra viðfangs­efna auk þess sem rann­sókn­ar­nefnd get­ur verið falið að meta lög­fræðileg atriði til að varpa ljósi á það hvort grund­völl­ur sé fyr­ir því að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar skuli sæta ábyrgð. Þá er rann­sókn­ar­nefnd enn frem­ur ætlað að til­kynna rík­is­sak­sókn­ara og þar til bær­um aðilum vakni grun­ur um refsi­verða hátt­semi eða hvort op­in­ber starfsmaður hafi gerst brot­leg­ur við starfs­skyld­ur sín­ar.

Fengu 1,1 millj­ón í laun á mánuði

Til viðbót­ar var nefnd­ar­mönn­um ákveðið álag sem hlut­fall af laun­um héraðsdóm­ara til þess að mæta álagi og yf­ir­vinnu, enda viðbúið að vinna rann­sókn­ar­nefnd­ar­manna yrði mun um­fangs­meiri en störf héraðsdóm­ara. Hjá for­manni var álag ákveðið 25% og hjá nefnd­ar­mönn­um 12,5%. Laun nefnd­ar­manna voru því föst fjár­hæð á mánuði. Mánaðarlaun nefnd­ar­manna með álagi, miðað við 1. fe­brú­ar 2013, voru hjá for­manni 1.224.529 kr. og hjá öðrum nefnd­ar­mönn­um 1.114.529 kr.
   

Rann­sókn­ar­nefnd­ar­menn hófu störf 1. sept­em­ber 2011 og þeim lauk þegar nefnd­in skilaði skýrslu sinni 10. apríl 2014.

Sig­ríður Ingvars­dótt­ir starfaði sem formaður nefnd­ar­inn­ar til 20. sept­em­ber 2012 en Hrann­ar Már S. Haf­berg tók við for­mennsku í nefnd­inni 1. októ­ber 2012 og gegndi henni þar til störf­um nefnd­ar­inn­ar lauk. Þau Sig­ríður, Hrann­ar, Tinna Finn­boga­dótt­ir og Bjarni Frí­mann Karls­son voru í fullu starfi fyr­ir nefnd­ina.

Greiðslur til nefnd­ar­manna á starfs­tíma þeirra voru ann­ars veg­ar 16.151.220 kr. til Sig­ríðar Ingvars­dótt­ur í 13 mánuði til 20. sept­em­ber 2012 og 24.151.674 kr. til Hrann­ars í 19 mánuði frá 1. októ­ber 2012 og hins veg­ar 38.213.791 kr. til Tinnu í 32 mánuði, og 39.134.660 kr. til Bjarna Frí­manns í 32 mánuði.

Inni í þess­um töl­um er upp­gjör á or­lofi til nefnd­ar­manna og fæðis­pen­ing­ar sem nefnd­ar­menn áttu kost á frá 1. maí 2012. Mis­mun­ur á laun­um Tinnu og Bjarna Frí­manns skýrist af launa­lausu or­lofi Tinnu í októ­ber 2011 og mis­mun­andi greiðslum vegna fæðis­pen­inga.

„Í fyr­ir­spurn­inni er spurt hvaða tíma­fjöldi hafi legið að baki greiðslum til hvers og eins og hvert hafi verið tíma­kaupið. Greiðslur til nefnd­ar­manna voru ákveðnar sem föst fjár­hæð á mánuði sem sam­an­stóð af mánaðarlaun­um, til­tekn­um fjölda ein­inga og álagi. Með þessu var greitt fyr­ir alla vinnu nefnd­ar­manna en ljóst er að stærst­an hluta starfs­tíma þeirra hjá nefnd­inni var vinnu­tím­inn veru­lega um­fram hefðbundna vinnu­viku, bæði virka daga og um helg­ar. Ekki var um það að ræða að miðað væri við tíma­fjölda sem í raun lá að baki greiðslum til hvers og eins eða að gerðir væru sér­stak­ir út­reikn­ing­ar á tíma­kaupi,“ seg­ir í svar­inu sem hægt er að lesa í heild hér

Hér er hægt að lesa um laun við gerð rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is um banka­hrunið

Hér er hægt að lesa um laun­in við gerð skýrslu um Íbúðalána­sjóð

Launa­kostnaður var alls 355 millj­ón­ir króna

Fram kom í frétt­um í apríl þegar skýr­lsl­an var kynnt að kostnaður vegna starfa Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um spari­sjóðina var rúm­lega 600 millj­ón­ir króna og er launa­kostnaður 355 millj­ón­ir.

Sam­an­lagður kostnaður við þrjár rann­sókn­ar­nefnd­ir Alþing­is vegna spari­sjóða, Íbúðalána­sjóðs og banka­hruns­ins er vel á ann­an millj­arð króna, að því er fram kem­ur í frétt Morg­un­blaðsins þann 11. apríl sl.

Páll Hreinsson, hæstaréttardómari, Sigríður Benediktsdóttir, og Tryggvi Gunnarsson, sátu í …
Páll Hreins­son, hæsta­rétt­ar­dóm­ari, Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, og Tryggvi Gunn­ars­son, sátu í rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is um fall bank­anna. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð Nefndina skipa þau Sigurður Hallur Stefánsson, …
Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is um Íbúðalána­sjóð Nefnd­ina skipa þau Sig­urður Hall­ur Stef­áns­son, Jón Þor­vald­ur Heiðars­son og Kir­stín Þ. Flygenring. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka