Sigurjón Árnason og Sigríður Elín Sigfúsdóttir voru sýknuð af öllum ákærum í héraðsdómi í morgun, í máli þar sem þau voru ákærð fyrir umboðssvik, með því að hafa í störfum sínum fyrir lánanefnd bankans misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir til veitingar ábyrgða.
Bæði neituðu þau sök og margítrekaði Sigurjón í skýrslutöku fyrir dóminum í dag að málið væri byggt á misskilningi ákæruvaldsins. „Við vorum að draga úr áhættu bankans,“ sagði Sigurjón við málflutninginn.
Niðurlægður af sérstökum saksóknara