Sigurjón og Elín sýknuð

Sigurjón Árnason.
Sigurjón Árnason. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sigurjón Árnason og Sigríður Elín Sigfúsdóttir voru sýknuð af öllum ákærum í héraðsdómi í morgun, í máli þar sem þau voru ákærð fyr­ir umboðssvik, með því að hafa í störf­um sín­um fyr­ir lána­nefnd bank­ans mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til veit­ing­ar ábyrgða.

Bæði neituðu þau sök og margít­rekaði Sig­ur­jón í skýrslu­töku fyr­ir dóm­in­um í dag að málið væri byggt á mis­skiln­ingi ákæru­valds­ins. „Við vor­um að draga úr áhættu bank­ans,“ sagði Sig­ur­jón við málflutninginn.

Niðurlægður af sérstökum saksóknara

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert