Engir peningar til byssukaupa

Létt vélbyssa af tegundinni MP5.
Létt vélbyssa af tegundinni MP5. Wikipedia

Engu af því fé innanríkisráðuneytisins sem veitt var til að efla lögregluna og auka sýnileika hennar á þessu ári var veitt til vopnakaupa. Af 500 milljóna króna fjárveitingu fóru 78 milljónir til þjálfunar og búnaðarkaupa fyrir lögregluna. Sá búnaður sem keyptur var voru hlífðarbúnaður, vesti, hjálmar og fleira slíkt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

„Engin ávörðun um stefnubreytingu varðandi vopnaburð lögreglu hefur verið tekin af ráðherra. Ákvarðanir um notkun og staðsetningu búnaðar eru teknar af lögreglustjórum í samráði við ríkislögreglustjóra,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fréttir mbl.is:

Byssurnar ekki komnar í bílana

Lögreglan alltaf haft vopn

Vill að þingið skoði vopnavæðingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert