Krummi dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus.
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus. mbl.is/Kristinn

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson var í morgun dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna árásar á lögreglumann við skyldustörf. Oddur Hrafn, betur þekktur sem Krummi í Mínus, hafnaði alfarið sakargiftum en Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á röksemdir verjanda hans.

Í ákærunni sagði að Krummi hefði ráðist með ofbeldi á lögreglumann við skyldustörf við Snorrabraut í Reykjavík 12. júní 2013. Einnig að hann hefði sparkað í hægri fótlegg lögreglumannsins.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Krumma, sagði eftir fyrirtöku í málinu að það væri allt hið undarlegasta. Þannig hefði umræddur lögreglumaður enga áverka fengið eftir hið meinta spark og ekkert hefði verið rætt við vitni á staðnum. Málið hefði verið afgreitt með samhljóða skýrslum tveggja lögreglumanna sem skrifaðar voru á nánast sömu mínútu.

Frétt mbl.is: Engir áverkar eftir „spark“ Krumma

Frétt mbl.is: Krummi neitar sök

Frétt mbl.is: Krummi ákærður fyrir að sparka í lögreglumann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert