Ástandið verst í Kópavoginum

Umferðin í Kópavogi um níuleytið í morgun.
Umferðin í Kópavogi um níuleytið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp í umferðinni í morgun en samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ástandið verst í Kópavogi.

Í Reykjavík voru allir starfsmenn við snjómokstur ræstir út klukkan hálffjögur í nótt þegar ljóst varð í hvað stefndi. Þar var búið að salta allar helstu leiðir fyrir klukkan sex í morgun og eins var byrjað að moka götur um svipað leyti. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ástandið einna verst í Kórahverfi í Kópavogi þar sem bílar spóluðu og umferðin hreyfðist vart. Eins var erfitt ástand á Digranesvegi þar sem mikil hálka var.

Samkvæmt upplýsingum frá fólki sem býr í Kórahverfi tók það allt að klukkustund að komast út úr hverfinu í morgun og því ljóst að það voru margir sem mættu of seint til vinnu vegna þessa. 

Bætt við klukkan 9:39

Íbúi í Þingahverfi í Kópavogi sem mbl.is ræddi við var loks laus út úr umferðarteppunni í Kópavoginum eftir að hafa setið fastur í umferðinni í tvær klukkustundir. Hann segir að það sé ljóst að snjókoman og hálkan hafi komið forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í opna skjöldu miðað við ástandið á götum bæjarins í morgun.

Ekki hefur tekist að fá upplýsingar hjá bæjaryfirvöldum hvenær var farið að salta götur í Kópavogi í morgun en íbúi í Kópavogi fékk þær upplýsingar frá áhaldahúsi að ekki hafi verið af stað við að sanda og salta fyrr en á 9. tímanum í morgun.

Nú er verið að sanda og salta götur, en erfitt að komast um vegna mikillar umferðar og vanbúinna bíla á víð og dreif.

Umferðin hreyfðist var í Kórahverfinu í morgun
Umferðin hreyfðist var í Kórahverfinu í morgun mbl.is/Sigurður Ægisson
Mikil hálka er á götum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er …
Mikil hálka er á götum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin á Smiðjuveginum í Kópavogi í morgun. Þar er glerhált. mbl.is
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun.
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun. Arndís Huldudóttir
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun.
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun. Arndís Huldudóttir
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun.
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun. Arndís Huldudóttir
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun.
Kópavogsbúar eyddu margir drjúgum tíma í umferðinni í morgun. Arndís Huldudóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert