Þessa dagana er verið að koma fyrir súrefnismælum í Kolgrafafirði til að mæla mettunina í firðinum. Mælarnir eru á vegum Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði og fylgist stofnunin reglulega með mælunum.
Bændurnir á Eiði í Kolgrafafirði hafa aðgang að mælinum og segir Guðrún Lilja Arnórsdóttir bóndi að oft sé samhengi á milli mikillar síldar í firðinum og minnkandi súrefnismettunar.
Þá sjái þau hjónin einnig breytingu á fuglalífi þegar síldin safnast saman í firðinum auk þess sem hvalir og háhyrningar sæki í fjörðinn.
Fjörðurinn fylltist af síld í lok nóvember í fyrra.