Koma mælum fyrir í Kolgrafafirði

Síldargangan í Kolgrafafirði dró að sér gríðarlega fuglamergð.
Síldargangan í Kolgrafafirði dró að sér gríðarlega fuglamergð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þessa dag­ana er verið að koma fyr­ir súr­efn­ismæl­um í Kolgrafaf­irði til að mæla mett­un­ina í firðinum. Mæl­arn­ir eru á veg­um Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar á Ísaf­irði og fylg­ist stofn­un­in reglu­lega með mæl­un­um.

Bænd­urn­ir á Eiði í Kolgrafaf­irði hafa aðgang að mæl­in­um og seg­ir Guðrún Lilja Arn­órs­dótt­ir bóndi að oft sé sam­hengi á milli mik­ill­ar síld­ar í firðinum og minnk­andi súr­efn­is­mett­un­ar.

Þá sjái þau hjón­in einnig breyt­ingu á fugla­lífi þegar síld­in safn­ast sam­an í firðinum auk þess sem hval­ir og há­hyrn­ing­ar sæki í fjörðinn.

Fjörður­inn fyllt­ist af síld í lok nóv­em­ber í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert