Slökktu sjálfir eld hjá Hringrás

Eldur kom upp á athafnasvæði endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar.
Eldur kom upp á athafnasvæði endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar. Ómar Óskarsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir hádegi vegna tilkynningar um eld á athafnasvæði endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar að Klettagörðum í Reykjavík.

Eldurinn reyndist þó ekki mikill og gátu starfsmenn Hringrásar slökkt hann sjálfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert