Fjölmiðlar fá skýrslu Geirs Jóns

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu afhenti fjölmiðlum í dag skýrslu sem kallast „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann að gerð skýrslunnar, en hann var beðinn um að skrá niður á einn stað allar upplýsingar varðandi mótmælin sem brutust út eftir bankahrunið 2008.

Á síðasta ári ákvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bæri að veita Evu Hauksdóttur aðgang að völdum hlutum skýrslunnar en þar er m.a. getið um samskipti lögreglu við Evu í mótmælunum.

Um sl. helgi lá svo fyrir að Eva myndi fá auk­inn aðgang að skýrslunni, sem nú hefur verið afhent fjölmiðlum. 

Skýrslan er 271 blaðsíða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert