Norðmenn fjalla um byssumálið

mbl.is/Jakob Fannar

Norska blaðið Verdens gang fjallar í dag um byssumálið hér á landi. Málið snýst um vélbyssur af gerðinni MP5 sem Landhelgisgæslan fékk til sín frá norska hernum. Aðilar málsins deila um hvort um kaup eða gjöf hafi verið að ræða, en fulltrúar norska hersins fullyrða að byssurnar hafi verið seldar til Íslands. 

Í fréttinni er rætt við Dag Rist Aamoth, ofursta og fjölmiðlafulltrúa norska hersins. 

„Samningurinn sem við gerðum segir skýrt að um kaup sé að ræða. Samningurinn var á milli tæknideildar hersins (Forsvarets Logistikkorganisasjon, FLO) og Landhelgisgæslunnar á Íslandi og var hann undirritaður þann 17. desember 2013,“ segir Aamodt aðspurður hvort um kaup hafi verið að ræða. 

Aamodt segir enn frekar í viðtali við blaðið að fjölmiðlar á Íslandi hafi oft hringt í hann á undanförnum dögum til þess að reyna að komast til botns í málinu. 

Í frétt Verdens gang er einnig fjallað um þá kenningu að gjöfin hafi verið sárabót vegna þess að Reykvíkingar fengu ekki jólatré frá Osló í fyrra. Sú kenning er þar sögð ósönn. 

Morgunblaðið greindi frá því í september að borgarstjórn Oslóar hafi samþykkt að senda Reykvíkingum grenitré í ár, sem reist verður á Austurvelli. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra Oslóar, verður tréð höggvið í nóvember og sent til Íslands í kjölfarið. 

Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um …
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um allan heim nota.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert