Framsóknarmenn vildu DV

Ólafur Magnússon.
Ólafur Magnússon. Eyþór Árnason

Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú og fyrrverandi stjórnarformaður DV, segist hafa grunsemdir um að sterk peningaöfl, sem tengist Framsóknarflokknum, séu að komast yfir DV. Hann segir vilja til þess hafa staðið lengi.

Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf á Kjarnanum. Þar segir hann m.a. frá því að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hafi þrívegis fundað með sér undir því yfirskini að menn tengdir Framsóknarflokknum vildu kaupa DV. Þetta hafi gerst á þeim tíma sem Ólafur var stjórnarformaður DV, en hann sagði sig út stjórninni í maí í fyrra.

Ólafur var beðinn um að taka sæti í stjórn DV að nýju eftir að nýir eigendur, undir forystu Þorsteins Guðnasonar, tóku við miðlinum í september. Hann segir við Kjarnann að í kjölfarið hafi Þorsteinn sagt honum að í bígerð væri stór sameining DV við annan fjölmiðil.

Heimildir Kjarnans herma að þeir fjölmiðlar sem Þorsteinn hefur áhuga á að sameinast séu Vefpressan (sem rekur m.a. Eyjuna, Bleikt og Pressuna), Fréttatíminn og/eða Útvarp Saga. Einhverjar viðræður hafa átt sér stað við að minnsta kosti hluta þessarra fjölmiðla.

Frétt Kjarnans í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert