Framsóknarmenn vildu ekki DV

„Vegna frétta í Kjarnanum og öðrum fréttamiðlum í dag um að Framsóknarflokkurinn hafi sóst eftir því að eignast hlut í DV, skal upplýst að það er rangt,“ segir Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í yfirlýsingu.

Í frétt Kjarnans í dag var haft eftir Ólafi Magnússyni, fyrrverandi stjórnarformanni DV, að Hrólfur hafi  þríveg­is fundað með sér und­ir því yf­ir­skini að menn tengd­ir Fram­sókn­ar­flokkn­um vildu kaupa DV.

„Hvorki ég fyrir hönd flokksins, né Framsóknarflokkurinn hefur farið þessa á leit og fullyrðingar Ólafs Magnússonar þar um eru rangar,“ segir Hrólfur.

„Ólafur Magnússon kom nokkrum sinnum á minn fund til að ræða ýmis persónuleg málefni, bæði fjárhagsleg og önnur. Aldrei var einu orði minnst á að Framsóknarflokkurinn hefði hug á að eignast hlut í blaðinu, en Ólafur hafði orð á því að fyrra bragði að DV væri í fjárþröng og þyrfti á auknu hlutafé að halda.“

Frétt mbl.is: Framsóknarmenn vildu eignast DV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert