Ætla að ræða við alla í skýrslunni

Frá mótmælum á Austurvelli.
Frá mótmælum á Austurvelli. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst hafa samband við alla þá sem nefndir eru á nafn í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi lögreglumanns, og kalla þá á sinn fund. Á fundunum er fyrirhugað að kalla eftir sjónarmiðum fólksins og ræða hugsanleg viðbrögð. Um að er ræða á annað hundrað manns.

Eins og komið hefur fram ritaði Geir Jón samantekt á skipulagi lögreglu við mótmæli 2008 til 2011. Eftir úrskurð nefndar um upplýsingamál var lögreglunni gert að afhenda tilteknum einstaklingi eintak af skýrslunni. Var það gert en á sama tíma fengu fjölmiðlar einnig afrit. Vegna mistaka var unnt var að lesa í gegnum yfirstrikun í prentuðum eintökum skýrslunnar og fjarlægja yfirstrikun yfir texta úr stafrænu eintaki skýrslunnar sem afhent var fjölmiðlum. Lítur Persónuvernd því svo á að persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga hafi komist í hendur óviðkomandi aðila.

Sökum þessa undirbúa lögregluyfirvöld nú fundi með bæði þeim einstaklingum sem nefndir eru á nafn í skýrslunni en jafnframt þeim lögreglumönnum sem fjallað er um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert