Gekk um götur bæjarins vopnaður

250 km eru á milli Akureyrar og Þórshafnar
250 km eru á milli Akureyrar og Þórshafnar mbl.is/Gúna

Sex lögreglumenn tóku þátt í að handtaka vopnaðan mann á Þórshöfn í morgun. Þrír þeirra eru í sérsveit lögreglunnar á Akureyri, tveir frá Húsavík og einn frá Þórshöfn. Götum í nágrenni heimilis mannsins var lokað meðan á aðgerðum stóð en hann hafði sýnt ógnandi tilburði á ferð sinni um bæinn, vopnaður haglabyssu í morgun. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík er verið að flytja manninn, sem er á fertugsaldri, á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans leyfir. 

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur maðurinn átt við vímuefnavanda að stríða. Þar sem hann var vopnaður var ákveðið að loka nærliggjandi götum á meðan beðið var eftir að sérsveitarmenn kæmu til Þórshafnar frá Akureyri. Haft var samband við lögreglu vegna mannsins um hálfsjöleytið í morgun en hann var handtekinn upp úr klukkan 11.

Byssumaður handtekinn á Þórshöfn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert