Ekkert gert með samantektina

Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri.
Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Eggert Jóhannesson

Engin áform voru um dagleg not lögreglu á þeim upplýsingum sem komu fram í samantekt Geirs Jóns Þórissonar um mótmælendur í búsáhaldabyltingunni. Ekkert var gert með hana eftir að hún var tilbúin árið 2012. Þetta kom fram í máli yfirmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, sagði það vera á ábyrgð lögreglunnar að tryggja að upplýsingar væru til. Meiri agi hefði mátt vera á vinnslu samantektarinnar. Þannig ættu nöfn einstaklinga ekki að skipta máli og því síður stjórnmálaskoðanir eða fjölskyldutengingar. Augljóst sé að samantektin byggi að hluta til á ályktunum sem skýrsluhöfundur dró sjálfur.

„Við erum að læra af reynslunni. Við vorum ekki búin að nýta samantektina með neinum hættum. Hún var bara búin að liggja frá 2012,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

Hún sagði að lögreglunni þætti leitt að nafngreindir einstaklingar hafi hlotið skaða. Mikilvægt hefði hins vegar verið að lögregluna tæki saman reynsluna af fordæmalausum atburðum sem hófust í kjölfar bankahrunsins og skrásetti ákvörðunartökur og viðbrögð sín til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert