Mikil breyting hefur orðið á lífi botndýra í Kolgrafafirði eftir að yfir 50 þúsund tonn af síld drápust þar veturinn 2012-13.
Í súrefnisskorti undir síldarteppinu hefur tegundum í og á botnsetinu fækkað, en einstaklingum mengunarsækinna tegunda hins vegar fjölgað mjög, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.