Hefur áhrif á þjónustu fram á næsta ár

Læknar við störf.
Læknar við störf. Ljósmynd/ Ásdís Ásgeirsdóttir

Eng­ar verk­fallsaðgerðir eru boðaðar hjá Lækna­fé­lagi Íslands og Skurðlækna­fé­lagi Íslands í þessari viku. Áfram má þó búast við mikilli röskun á meðferð sjúklinga, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.

Stjórnendur LSH munu funda í dag, en unnið er að viðbragðsáætlun á spítalanum þar sem fyrsta verkfallslotan er metin og næstu skref ákvörðuð. Endurraða þarf á fjölda biðlista, sem lengst hafa mikið vegna verkfallsins. Þetta getur haft áhrif á bókaða tíma og aðgerðir sjúklinga fram á næsta ár. 

Næst leggja læknar niður störf eftir viku, aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember og stendur verkfallið yfir í tvo sólarhringa. Þann 18. nóvember leggja skurðlæknar niður störf. Næsti fund­ur í kjara­deilu skurðlækna við ríkið fer fram í dag en lækn­ar í Lækna­fé­lagi Íslands funda á miðviku­dag. 

250 skurðaðgerðum frestað

Rúm­lega eitt þúsund dag- og göngu­deild­ar­kom­um og um 250 skurðaðgerðum og sér­hæfðum meðferðum hef­ur verið frestað á Land­spít­al­an­um frá því að verk­fallsaðgerðir lækna hóf­ust fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. Á bil­inu 15-18 aðgerðir hafa þó verið fram­kvæmd­ar á degi hverj­um degi bæði við Hring­braut og í Foss­vogi sem ekki hafa mátt þola bið. Á venju­leg­um degi eru þær um 60.

Kostnaður við fyrstu verkfallslotu lækna er umtalsverður, en verk­fallið hef­ur einnig haft áhrif á klín­íska kennslu lækna­nema.

Skurðlæknar fara fram á 100% hækkun

Líkt og fram hef­ur komið fara skurðlækn­ar fram á upp und­ir 100% hækk­un á grunn­laun­um ný­út­skrifaðra sér­fræðinga. Skurðlækn­ar hafa verið samn­ings­laus­ir í tíu mánuði. Þeir fara ekki fram á fasta pró­sentu­hækk­un en þeir fara fram á að laun þeirra verði svipuð og í ná­granna­lönd­un­um.

For­svars­menn Lækna­fé­lags Íslands og samn­inga­nefnd­ar fé­lags­ins vilja afar lítið segja um kröf­ur sín­ar. Líkt og áður hef­ur komið fram er talið að farið sé fram á 30 til 36% hækk­un á grunn­laun­um en samn­inga­nefnd rík­is­ins bjóði aft­ur á móti 3 til 4% hækk­un. 

Eng­in verk­föll eru boðuð á Land­spít­al­an­um í þessari viku.
Eng­in verk­föll eru boðuð á Land­spít­al­an­um í þessari viku. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert