Fyrsta verkefni Ástusjóðs, sem stofnaður var til minningar um Ástu Stefánsdóttur sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð í sumar, er kaup á fjórum nýjum drónum til að styrkja björgunarsveitirnar Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitina á Hellu sem munu fá drónana afhenta innan skamms.
„Upphaflega hugmyndin var að styrkja björgunarsveitirnar og það kom fljótlega upp að drónar gætu nýst þeim. Tækin voru valin í samráði við Björgunarsveitirnar og eiga að nýtast við leit að fólki,“ segir Helga Hauksdóttir, formaður Ástusjóðs, í samtali við Morgunblaðið.
Tveir drónar verða með GoPro-vélum og tveir með hitavélum þannig að hægt sé einnig að leita í myrkri. Þeir opna um leið nýja möguleika á að leita að fólki úr lofti við erfiðar aðstæður. „Þetta er vonandi byrjunin á nýjum tæknilegum leiðum til leitar- og björgunarstarfa.