Kröfu Wikileaks um matsmenn hafnað

Julian Assange er stofnandi Wikileaks.
Julian Assange er stofnandi Wikileaks. AFP

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu DataCell og Suns­hine Press Producti­ons um dómkvaðningu matsmanna vegna lokunar Valitor á greiðslugátt DataCell í júní 2011. Suns­hine Press Producti­ons er fyr­ir­tækið að baki Wiki­leaks og eigið mat á tjóni er 1,1-8,8 millj­arðar ís­lenskra króna.

Við munnlegan málflutning vegna kröfunnar sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í málinu, að ekk­ert samn­ings­sam­band sé á milli Suns­hine Press Producti­ons og Valitor og því falli krafan um sjálfa sig. Vel geti verið að DataCell eigi bóta­kröfu á hend­ur Valitor en Suns­hine Press Producti­ons eigi þá kröfu á hend­ur DataCell vegna samn­ings þeirra á milli. Ekk­ert samn­ings­sam­band hafi verið á milli Valitor og Suns­hine Press Producti­ons „En DataCell og Suns­hine Press Producti­ons geta aldrei sam­eig­in­lega staðið að því að fá mats­mann sem meta á tekjutap þeirra sem eina summu.“

Sem áður segir hefur héraðsdómur fallist á rök Sigurðar og hafnað kröfunni um matsmann. Úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og næsta víst að hann verði kærður.

Frétt mbl.is: Kortafyrirtækin kyrktu Wikileaks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert