Tveir handteknir vegna bílbruna

Lögreglustöðin Akureyri
Lögreglustöðin Akureyri mbl.is/Gúna

Lögreglan á Akureyri er með tvo menn í haldi sem eru grunaðir um að hafa kveikt í bifreið í bænum í nótt.

Að sögn lögreglunnar hafa mennirnir ekki verið yfirheyrðir en það verður væntanlega gert síðar í dag. Kveikt var í bifreiðinni við Grundargerði um hálf fimm leytið í morgun. Eigandi hennar starfar hjá sýslumannsembættinu á Akureyri, að sögn lögreglu.

Allt bendir til þess að bensínsprengjum hafi verið komið fyrir á bifreiðinni (glerflöskur fylltar með eldsneyti) en mesti bruninn var utan á bifreiðinni að sögn lögreglu. Áfram er unnið að rannsókn málsins.

Kveikt í bifreið á Akureyri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert