Fimm handteknir

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Fimm voru handteknir í tengslum við aðför gegn fulltrúa sýslumannsins á Akureyri aðfaranótt miðvikudags, en eldur var m.a. borinn að bíl fulltrúans fyrir utan heimili hans.

Einn situr í gæsluvarðahaldi vegna málsins en tveimur hefur verið sleppt. Aðrir tveir verða færðir fyrir dómara og farið fram á gæsluvarðhald en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði ekki liggja fyrir hvenær það yrði.

Mennirnir fimm hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Friðrik Smári sagðist ekki geta staðfest fréttir þess efnis að heimili fulltrúans hefði verið eða væri vaktað af lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert