Umfangsmikil leit við Ölfusá

Leitað við bakka Ölfusár.
Leitað við bakka Ölfusár. mbl.is/Guðmundur Karl

Umfangsmikil leit stendur yfir við Ölfusá en um kl. 22.40 var tilkynnt til lögreglu að sést hefði til bíls fara út í ána, milli hótel Selfoss og kirkjunnar. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út, bátar, kafarar og þyrla. Leitað er niður eftir ánni, bæði í ánni og á árbakkanum.

Talið er að einn hafi verið í bílnum, sem er fólksbíll. Björgunarsveitir Árnessýslu eru í viðbragðsstöðu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Uppfært 23.41:

Að sögn Sunnlenska fór bíllinn út í ána austan við Selfosskirkju. „Áin er mjög djúp og straumþung á þeim stað sem bíllinn hvarf í vatnið,“ segir á sunnlenska.is.

Uppfært 00.47:

Leit stendur enn yfir. Áin er djúp þar sem leitað er og aðstæður erfiðar að sögn lögreglunnar á Selfossi. Þyrlan er komin á vettvang og flýgur yfir.

Uppfært 03.10:

Leit stendur enn yfir við Ölfusá. Búið er að skipta leitinni upp að sögn lögreglunnar á Selfossi. Einn bátur verður við leit á ánni í nótt og vaktir sitt hvoru megin við brúnna. Á morgun er von á liðsafla frá Reykjavík og víðar að, sem mun ganga niður með ánni.

Leitað er úr bátum en kafarar hafa einnig verið kallaðir …
Leitað er úr bátum en kafarar hafa einnig verið kallaðir til. mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert