Afkoma ríkissjóðs umfram væntingar

Tekjur ríkissjóðs hafa aukist um 16 milljarða og hafa skattstofnar …
Tekjur ríkissjóðs hafa aukist um 16 milljarða og hafa skattstofnar tekið við sér umfram væntingar. mbl.is/Styrmir Kári

Tekj­ur rík­is­sjóðs hafa auk­ist um 16 millj­arða og hafa skatt­stofn­ar tekið við sér um­fram vænt­ing­ar. Eyk­ur þetta svig­rúm rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að skerpa áhersl­ur henn­ar í ákveðnum mála­flokk­um og mun það birt­ast við aðra umræðu fjár­lag­anna.

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is en hann kom á fund fjár­laga­nefnd­ar í dag.

Enn frek­ari svig­rúm fyr­ir skuldaaðgerðirn­ar

„Ég mælti fyr­ir fjár­auka­lög­um í vik­unni þar sem gengið var út frá því að heild­ar­jöfnuðuinn væri 42 millj­arðar. Við sögðum að í til­efni af því að af­koma rík­is­sjóðs væri langt fram úr vænt­ing­um og að við hyggðumst hraða skuldaaðgerðunum. Í dag kynnt­um við fyr­ir fjár­laga­nefnd­inni upp­færða tekju­áætlun og um leið þær breyt­ing­ar sem þarf að gera á gjalda­hliðinni, þar með talið að taka inn skuldaaðgerðirn­ar,“ seg­ir Bjarni.

Bjarni seg­ir að þurft hafi að upp­færa tekjuætl­un rík­is­sjóðs. „Það var vegna þess að frá því að fjár­aukafrum­varpið var samið höf­um við fengið álagn­ingu á lögaðila og nán­ari upp­færslu á öðrum tekju­stofn­um.“

Efna­hags­lífið að taka við sér

„Það sem við sjá­um að ger­ist hjá okk­ur er tekj­un­ar eru að aukast um rúm­lega 16 millj­arða og þannig skap­ast enn frek­ar svig­rúm fyr­ir skuldaaðgerðirn­ar og niðurstaðan er þá sú að þrátt fyr­ir að skuldaaðgerðir verði tekn­ar inn í fjár­aukafrum­varpið fyr­ir 2014, þá mun af­kom­an samt sem áður batna,“ seg­ir Bjarni.

Þá hafa skatt­stofn­an­ir tekið við sér um­fram vænt­ing­ar. „Það er aug­ljóst að við erum að sjá vís­bend­ing­ar um að efna­hags­lífið sé að taka við sér,“ seg­ir Bjarni.

„Meg­in­skila­boðin eru þau að skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjald er allt að hækka enn frek­ar en við gerðum ráð fyr­ir og án skuldaaðgerðanna hefði stefnt í af­gang á fjár­lög­um upp á 60 millj­arða en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir 1 millj­arða í af­gang.“

Skil­ar sér að ein­hverju leyti inn í fjár­lög næsta árs

Bjarni seg­ir að næstu daga verði unnið að fjár­lög­um næsta árs en þau verða tek­in til annarr­ar umræðu á Alþingi í þarnæstu viku.

„Það er ljóst að þess­ar vax­andi tekj­ur munu alls ekki að öllu leyti fylgja okk­ur inn á næsta ár. En þó eru sum­ir skatt­stofn­anna að hækka inn á næsta ár, það eyk­ur svig­rúm okk­ar til að skerpa áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í meg­in mála­flokk­um, eins og í vel­ferðar­mál­um, heil­brigðismál­um og öðrum mik­il­væg­um mála­flokk­um og það mun þá birt­ast við aðra umræðu fjár­lag­anna.“

„Okk­ar bíður nú að leggja mat á það að hve miklu leyti aukn­ar tekj­ur munu fylgja okk­ur inn á næsta ár en það er al­veg ljóst að við fáum með þessu eitt­hvað svig­rúm til þess að gera bet­ur á ákveðnum sviðum, kynn­um það við frek­ari vinnslu á fjár­laga­gerðinni,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert