Tveir eru nú í haldi lögreglunnar í tengslum við bílbruna og ógnanir í garð fulltrúa sýslumannsins á Akureyri. Annar þeirra situr í gæsluvarðhaldi. Alls hafa sex verið handteknir vegna málsins en fjórum hefur verið sleppt.
Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, miðar rannsókn málsins vel.