Undirbúa að hefja leit að nýju

Frá leit á Ölfusá í nótt
Frá leit á Ölfusá í nótt mbl.is/Guðmundur Karl

Leit að bifreið og ökumanni sem fór í Ölfusá seint í gærkvöldi hefst fljótlega en undirbúningur stendur yfir. Bifreiðin fór í ána skammt frá Selfosskirkju en áin er straumhörð og djúp á þessum slóðum. Svæðið er afar erfitt til leitar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá varðstjóra í lög­regl­unni á Sel­fossi tóku björg­un­ar­sveit­ar­menn úr Árnes­sýslu þátt í leit­inni í gær­kvöldi og nótt auk kafara úr sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins og Land­helg­is­gæsl­unni. Jafn­framt tók áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar þátt í leitinni. Fast­lega er gert ráð fyr­ir að leit­in verði áfram viðamik­il þar sem gengið verður meðfram ánni og leitað á bát­um. 

Vitað er hver ók bif­reiðinni og hafa ætt­ingj­ar hans verið upp­lýst­ir um málið.
Selfosskirkja
Selfosskirkja mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert