„Af hverju ég en ekki þær?“

Ása á minningarathöfn um þá sem hafa látist í umferðarslysum …
Ása á minningarathöfn um þá sem hafa látist í umferðarslysum á Landspítalanum í dag. Af Facebook-síðu Landspítalans

„Ég hugsa um þetta á hverj­um degi og þetta mun alltaf vera stór part­ur af mér. Ég mun aldrei gleyma þessu en maður verður að reyna að læra að lifa með þessu,“ seg­ir Ása Þor­steins­dótt­ir, sem lenti í al­var­legu bíl­slysi á Suður­nesj­um árið 2010, þegar hún var 17 ára göm­ul.

Ása sagði frá reynslu sinni við minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist í um­ferðarslys­um á Land­spít­al­an­um í dag, en tvær bestu vin­kon­ur henn­ar, Unn­ur Lilja og Lena Mar­grét, létu lífið í slys­inu. Stúlk­urn­ar voru báðar 18 ára gaml­ar. Ökumaður­inn, ung­ur karl­maður, slapp nán­ast ómeidd­ur en hann var sá eini sem var í bíl­belti.

Er þetta í fyrsta sinn sem Ása tal­ar op­in­ber­lega um slysið eft­ir að hún fór ásamt móður sinni í viðtal við DV árið 2010. „Ég ætlaði í fyrstu ekki að tala þarna en ég held að það hafi verið gott fyr­ir mig að tak­ast á við þetta,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Óraun­veru­leg at­b­urðarás

Ása seg­ist lítið muna eft­ir kvöld­inu sem slysið varð, en lýs­ir at­b­urðarás­inni sem óraun­veru­legri. „Ég hafði farið út að skemmta mér með tveim­ur bestu vin­kon­um mín­um og þetta átti að vera mjög skemmti­legt kvöld. Við vor­um að fagna því að Lena væri kom­in að heim­sækja okk­ur því hún bjó í Englandi á þess­um tíma,“ seg­ir Ása.

„Ég man ekk­ert eft­ir það. Ég man ekki eft­ir að hafa stigið upp í bíl­inn. Ég man ekki eft­ir slys­inu. Þetta var allt svo óraun­veru­legt fyr­ir mér,“ bæt­ir hún við. „En ég veit það að við vor­um öll und­ir áhrif­um áfeng­is. Þar á meðal bíl­stjór­inn.“

Venju­leg­ur dag­ur breytt­ist í mar­tröð

Ása slasaðist lífs­hættu­lega í slys­inu og var haldið sof­andi í tæp­ar tvær vik­ur. Þegar hún vaknaði þurfti fjöl­skylda henn­ar að segja henni frá þeim hræðilegu at­b­urðum sem höfðu átt sér stað.

„Í mín­um huga var þetta þannig að við fór­um í partí til vin­ar okk­ar og svo vaknaði ég tólf dög­um seinna og þá var búið að jarða tvær bestu vin­kon­ur mín­ar,“ seg­ir hún. „Þetta sýn­ir hvað venju­leg­ur dag­ur get­ur verið fljót­ur að breyt­ast yfir í al­gjöra mar­tröð.“

Ása seg­ist hepp­in að vera á lífi, en það sé stór part­ur af henni sem finn­ist það rosa­lega ósann­gjarnt. „Ég hef oft hugsað: Af hverju ég en ekki þær?“

Tek­ur einn dag í einu

Ása seg­ir slysið hafa haft gríðarleg áhrif á líf henn­ar og enn í dag finni hún fyr­ir bæði lík­am­leg­um og and­leg­um af­leiðing­um þess. „Ég á ennþá í dag erfitt með að ein­beita mér og erfitt með að muna ýmsa hluti. Ég þarf til dæm­is að leggja mikið á mig í skól­an­um,“ seg­ir hún. 

„Svo er þetta oft rosa­lega erfitt and­lega. En ég hef ásamt fjöl­skyld­un­um þeirra [Unn­ar Lilju og Lenu Mar­grét­ar] lært að lifa með þessu. Þetta er samt eitt­hvað sem maður sætt­ir sig aldrei við. En ég tek bara einn dag í einu.“

Að lok­um seg­ist hún vilja brýna fyr­ir fólki að fara var­lega í um­ferðinni. „Maður verður að hugsa sig tvisvar um í um­ferðinni. Það þarf ekki mikið til þess að eitt­hvað svona hræðilegt komi upp á.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka