Mótmælt á Austurvelli

Hópur fólks er saman kominn á Austurvelli til að mótmæla aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Mótmælendur krefjast þess að stjórnmála menntaki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokka. Þetta er þriðji mánudagurinn í röð sem Jæja-samtökin standa fyrir mótmælum við þinghúsið.

Mótmælin í dag hafa yfirskriftina „Jæja, Hanna Birna!“

Íslendingar í Danmörku munu einnig koma saman í Kaupmannahöfn í dag til að sýna mótmælendum á Íslandi samstöðu, að sögn skipuleggjenda mótmælanna.

„Það ríkir sundrung í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin situr í skjóli kjósenda og ber því að vinna að hagsmunum allra í samfélaginu. Við búum í samfélagi, ekki einkahlutafélagi! Það þarf að „leiðrétta“ allt samfélagið. Byrjum á grunnstoðum samfélagsins,“ segir í facebooksíðu samtakanna.

Illugi Jökulsson rithöfundur og Bragi Páll Sigurðsson, höfundur greinarinnar Ísland er ónýtt, flytja ávörp. 

Mótmælin hafa farið friðsamlega fram, en skipuleggjendur leggja áherslu á kærleik og samstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert