Maður er grunaður um að hafa greitt öðrum fyrir að ráðast á Eyþór Þorbergsson, fulltrúa hjá Sýslumanninum á Akureyri, á heimili hans um miðja nótt í síðustu viku.
Morgunblaðið veit þetta fyrir víst þótt enginn hafi viljað staðfesta það opinberlega. Hinn grunaði hefur komist í kast við lögin.
Sá sem réðst á Eyþór er á fertugsaldri og hefur margoft komið við sögu lögreglunnar allar götur síðan hann var barn. Eyþóri var brugðið en í samtali í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki óttasleginn.