Óvíst hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæslu

Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.
Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Rannsókn á árás og bílbruna á Akureyri miðar vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort óskað verði eftir framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins þar til síðdegis á morgun.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lítið hægt að greina frá því sem hefur komið fram við yfirheyrslur þar sem málið er enn í rannsókn. 

Hann segist ekki geta staðfest neitt um frétt Morgunblaðsins um að maður sé grunaður um að hafa greitt öðrum fyrir að ráðast á Eyþór Þorbergsson, fulltrúa hjá sýslumanninum á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert