Rannsókn á mannsláti að mestu lokið

mbl.is/Júlíus

Rannsókn á láti konu á þrítugsaldri í Stelkshólum í lok september er að mestu lokið, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Friðriks Smára er beðið lokaniðurstöðu krufningar og geðrannsóknar og þegar þær liggja fyrir verði málið sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið.

Eiginmaður konunnar, sem er 29 ára gam­all, sætir ör­ygg­is­gæslu á rétt­ar­geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi og verður þar til 27. nóv­em­ber nk. 

Hann var hand­tek­inn í lok sept­em­ber sl. og var hann í upp­hafi úr­sk­urðaður til að sæta gæslu­v­arðhaldi á Litla-Hrauni til 17. októ­ber á grund­velli rann­sókn­ar hags­muna. Fyrsta hálfa mánuðinn var hann í ein­angr­un í fang­els­inu. Þann 17. októ­ber var gæslu­v­arðhaldið yfir hon­um fram­lengt til 14. nóv­em­ber.

Maður­inn, sem hef­ur glímt við and­leg veik­indi, hef­ur geng­ist und­ir geðrann­sókn.

Til­kynn­ing barst um and­lát kon­unn­ar skömmu eft­ir miðnætti aðfaranótt sunnu­dags­ins 28. sept­em­ber frá manni, sem hinn grunaði hafði látið vita að kon­an væri lát­in. Þegar lög­regl­a kom á vett­vang vaknaði grun­ur um að and­látið hefði borið að með sak­næm­um hætti, en maður­inn er grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar, sem var 26 ára göm­ul, þannig að hún hlaut bana af. 

Börn hjón­anna, tveggja og fimm ára, voru á heim­il­inu þegar at­vikið átti sér stað, en þeim var komið í viðeig­andi umönn­un hjá barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um í kjöl­far at­viks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert