Maðurinn sem leitað var að í og við Ölfusá aðfaranótt föstudags segist hafa farið út í ána í bílnum en náð að komast út úr honum eftir að bíllinn hafnaði í ánni og í kjölfarið í land. Búið er að taka skýrslu af manninum og er rannsókn lögreglunnar á Selfossi á lokastigi.
Að sögn lögreglu er málið rannsakað sem slys og hefur lögregla ekki ástæðu til að ætla að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða.
Maðurinn fannst blautur, kaldur og hrakinn við flugvöllinn á Selfossi fyrir hádegi síðastlinn föstudag. Kom maðurinn ganga á móti björgunarsveitarmönnum sem leituðu að manninum á svæðinu.