Höfuðpaur áfram í gæsluvarðhaldi

mbl.is/Brynjar Gauti

Annar tveggja manna sem hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna árásar og bílbruna á Akureyri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar. Hinn maðurinn er einnig í fangelsi en hann sætir svokallaðri síbrotagæslu, er með slóð brota á eftir sér sem eru til rannsóknar, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir að rannsókn málsins miði ágætlega og komin sé glögg mynd á hvað gerðist umrædda nótt er ráðist var á fulltrúa sýslumannsins á Akureyri á heimili hans og síðar um nóttina kveikt í bifreið hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert