Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara hefst 2. desember. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Sigurðar í samtali við mbl.is.
„Það verða nokkrir daga teknir í þetta. Við tókum frá 5 eða 6 daga í þetta. En það er ekkert víst að við notum alla dagana en þeir verða teknir frá til öryggis,“ segir Vilhjálmur.
Málið gegn Sigurði var þingfest í júní sl. vegna fjársvika, þjófnaða, eignarspjalla og skjalafals. Stærsti ákæruliðurinn varðar 6,7 milljóna króna fjársvik en í ákæru segir að Sigurður hafi blekkt eiganda vefverslunar til að millifæra fjármunina inn á reikning sinn í stað þess að leggja hann inn á reikning Wikileaks. Um var að ræða ágóða af sölu varnings til stuðnings uppljóstrarasíðunni.
Að sögn Vilhjálms munu um fimmtíu vitni gefa skýrslu fyrir dómi, þar á meðal Julian Assagne, stofnandi Wikileaks.