Fjórir í haldi vegna hnífstungu

Ekki liggur fyrir hvort fleiri verði handteknir vegna málsins.
Ekki liggur fyrir hvort fleiri verði handteknir vegna málsins. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Fjórir erlendir karlmenn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa stungið karlmann með hnífi á Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gærkvöldi og er í lífshættu. 

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er talið að ráðist hafi verið á manninn í heimahúsi. 

Ekki liggur fyrir hvort fleiri verða handteknir vegna málsins en að sögn Friðriks Smára eru málsatvik enn óljós. 

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag. 

Frétt mbl.is: Í lífshættu eftir hnífsstungu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert