Getur haft fjárhagsleg áhrif á bankann

Hafi endanleg niðurstaða íslenskra dómstóla áhrif á gildi verðtryggingarákvæða lánssamninga getur það haft fjárhagsleg áhrif á Íslandsbanka, en það er mat bankans að eigið fé hans muni við slíkar aðstæður engu að síður uppfylla eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlitsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallarinnar í morgun.

Álit EFTA verður notað við úrlausn dómsmáls sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á þessari stundu er ekki unnt að segja til um hvaða þýðingu þetta ráðgefandi álit EFTA dómstólsins hefur við úrlausn þess máls eða hvaða fordæmisgildi slík úrlausn mun hafa. 

Efnahagur Íslandsbanka er traustur þar sem bankinn er með yfir 200 milljarða króna í heildar eigið fé og eiginfjárhlutfall bankans er nú 29,4%, sem er vel yfir eiginfjárviðmiðum Fjármálaeftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki má miða við 0% verðbólgu




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert