Yfirheyrslur standa enn yfir

Atvik málsins eru enn óljós en rannsókn er í fullum …
Atvik málsins eru enn óljós en rannsókn er í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa stungið karlmann með hnífi í heimahúsi á Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi hafa verið yfirheyrðir í dag og verður yfirheyrslunum haldið áfram fram eftir degi.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum.

Mennirnir fimm eru af erlendu bergi brotnir en búsettir hér á landi. Atvik málsins eru enn óljós en rannsókn er í fullum gangi.

Maðurinn sem var stunginn er í lífshættu og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans. 

Fórnarlambinu haldið sofandi

Fjórir í haldi vegna hnífsstungu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert