Mikill músagangur í Mývatnssveit í haust

Mynd af nokkrum músum sem höfðu gengið í gildru Einars.
Mynd af nokkrum músum sem höfðu gengið í gildru Einars. Ljósmynd/Einar Jónsson

Einar Jónsson, bóndi á Sjónarhóli í Mývatnssveit, hefur veitt rúmlega 150 mýs í heimatilbúna gildru.

Í Morgunblaðinu í dag segir Einar að töluverður músagangur sé við fjárhúsin sín og hann viti til þess að músagangur sé víða mikill í sveitinni.

„Ég bý til gildruna úr tunnu sem hefur hjól innan í og þegar þær detta af hjólinu þá falla þær ofan í vatn og ljúka sinni ævi. Þetta eru langbestu gildrurnar,“ segir Einar ánægður með afraksturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert