Siggi hakkari: „Ég játa sök“

Sigurður Ingi í Héraðsdómi Reykjaness.
Sigurður Ingi í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Þórðar­son, sem einnig er þekkt­ur sem Siggi hakk­ari, hef­ur ákveðið að breyta af­stöðu sinn­ar til ákæru á hend­ur sér. Ákær­an er á þrjá­tíu blaðsíðum, í 18 köfl­um, og varða um­fangs­mik­il fjár­svik en alls nem­ur upp­hæðin sem Sig­urður sveik út eða stal um þrjá­tíu millj­ón­um króna.

Þetta er kúvend­ing í mál­inu en Sig­urður Ingi neitaði sök við þing­fest­ingu máls­ins og stefndi í nokk­urra daga aðalmeðferð í næstu viku. „Eft­ir að hafa farið vand­lega yfir ákær­una og rætt málið ít­ar­lega við ákærða hef­ur hann tekið ákvörðun um að játa sök að öllu leyti,“ sagði Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi Sig­urðar, við upp­haf fyr­ir­töku í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. 

Í kjöl­farið fór dóm­ari máls­ins yfir ákær­una og spurði Sig­urð Inga beint um af­stöðu hans til henn­ar. „Ég játa sök,“ svaraði hann þá.

Sig­urður Ingi viður­kenndi einnig bóta­skyldu sína en gerði at­huga­semd við bóta­fjár­hæðir í mál­inu. Er því ljóst að fyr­ir­huguð aðalmeðferð fer ekki fram og verður dóm­ur kveðinn upp á næstu vik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert