Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorar á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, að hafa jöfn hlutföll kynja að leiðarljósi þegar ákvörðun verður tekin um skipan í ráðherraembætti.
„Stjórn LS harmar brotthvarf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af stóli innanríkisráðherra og úr ríkisstjórn. Það er sárt að sjá á bak dugmiklum og réttsýnum ráðherra og mikill missir er að Hönnu Birnu úr ríkisstjórn Íslands. Samfélagið og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa á sterkum stjórnmálamönnum af báðum kynjum að halda. Það er verulega umhugsunarvert og alvarlegt áhyggjuefni þegar öflugur stjórnmálamaður segir af sér embætti vegna þess hve óvæginn starfsvettvangurinn er,“ segir í ályktun stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna.