Lagt var til í atvinnuveganefnd Alþingis í morgun að átta virkjanakostir verði settir í nýtingarflokk og að ein vika verði gefin til umsagnar um tillöguna.
Áður hafði verið lagt til að Hvammsvirkjun yrði sett í nýtingarflokk og er tillagan sem lögð var fram í morgun breyting á þeirri tillögu. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun.
Meðal þessara átta virkjanakosta eru sex kostir sem Alþingi hefur áður fært úr nýtingarflokki í biðflokk.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gangrýndu þetta harðlega á Alþingi í morgun og var breytingin ítrekað sögð stríðsyfirlýsing ríkisstjórnarflokkanna.