Súrefnið mælt í Kolgrafafirði

Síldardauði í Kolgrafafirði
Síldardauði í Kolgrafafirði Af vef umhverfisráðuneytisins/ Róbert Arnar Stefánsson

Síritandi mæli var í vikunni komið fyrir í Kolgrafafirði til að fylgjast með súrefnismettun í firðinum. Í vetur er fyrirhugað að fara þangað nokkrum sinnum á báti til umhverfisvöktunar.

Þá er súrefni, selta og hitastig mælt á fleiri stöðum heldur en við fyrrnefndan súrefnismæli í dýpsta álnum.

Í haust er talið að lítið hafi verið af síld í Kolgrafafirði, en magnið verður mælt í næstu viku af Hafrannsóknastofnun með aðstoð heimamanna í Grundarfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert