Hálfur milljarður í flugvelli

Flugvöllurinn á Akureyri
Flugvöllurinn á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjárlaganefnd afgreiddi fjárlagafrumavarp næsta árs í dag. Meðal annars var ákveðið að Isavia muni greiða hálfan milljarð í arð til ríkissjóðs og þeim fjármunum verði varið til flugvallarframkvæmda á landsbyggðinni. 

Á Facebooksíðu Ásmundar Einars Daðasonar, fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, nefnir hann flugvellina á Þingeyri, Ísafirði, Gjögri, Akureyri, Vopnafirði, Hornafirði og Vestmannaeyjum í því sambandi.

Þar segir Ásmundur rétt að vissulega þurfi að setja meira fjármagn í malarvegi um allt land. Fjárlaganefnd ákvað því m.a. að auka fjármagn til samgönguframkvæmda. „Hinsvegar er það svo varðandi flugvellina þá hefur verið gagnrýnt lengi að ekki sé verið að gera meira fyrir flugvelli á landsbyggðinni. Opinber ástæða þess hefur verið sú að samkvæmt ESA þá höfum við ekki heimild til að flytja fjármagn úr millilandaflugi yfir í innanlandsflug. Þess vegna ákvað fjárlaganefnd að fara þá leið að leggja til að ISAVIA greiði arð í ríkissjóð sem síðan yrði varið til flugvallarframkvæmda á landsbyggðinni,“ skrifar Ásmundur Davíð á Facebooksíðu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert