Hálfur milljarður í flugvelli

Flugvöllurinn á Akureyri
Flugvöllurinn á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjár­laga­nefnd af­greiddi fjár­laga­fruma­varp næsta árs í dag. Meðal ann­ars var ákveðið að Isa­via muni greiða hálf­an millj­arð í arð til rík­is­sjóðs og þeim fjár­mun­um verði varið til flug­vallar­fram­kvæmda á lands­byggðinni. 

Á Face­booksíðu Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins í fjár­laga­nefnd, nefn­ir hann flug­vell­ina á Þing­eyri, Ísaf­irði, Gjögri, Ak­ur­eyri, Vopnafirði, Hornafirði og Vest­manna­eyj­um í því sam­bandi.

Þar seg­ir Ásmund­ur rétt að vissu­lega þurfi að setja meira fjár­magn í mal­ar­vegi um allt land. Fjár­laga­nefnd ákvað því m.a. að auka fjár­magn til sam­göngu­fram­kvæmda. „Hins­veg­ar er það svo varðandi flug­vell­ina þá hef­ur verið gagn­rýnt lengi að ekki sé verið að gera meira fyr­ir flug­velli á lands­byggðinni. Op­in­ber ástæða þess hef­ur verið sú að sam­kvæmt ESA þá höf­um við ekki heim­ild til að flytja fjár­magn úr milli­landa­flugi yfir í inn­an­lands­flug. Þess vegna ákvað fjár­laga­nefnd að fara þá leið að leggja til að ISA­VIA greiði arð í rík­is­sjóð sem síðan yrði varið til flug­vallar­fram­kvæmda á lands­byggðinni,“ skrif­ar Ásmund­ur Davíð á Face­booksíðu sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert