Óveðrið fyrr á ferðinni

Spá fyrir vind kl. 01 aðfaranótt mánudags 1. desember. Sjá …
Spá fyrir vind kl. 01 aðfaranótt mánudags 1. desember. Sjá má mjög skæða vindstengi NV- og N-til á landinu. Þarna er lægðin stödd norðvestur af Vestfjörðum, nærri þeim stað þar sem lágmark er í vindstyrk (uppi í vinstra horniVeðurspá þessi er reiknuð af Veðurstofu Íslands með Harmonie veðurlíkaninu. Spáin uppfærist fjórum sinnum á sólarhring og má alltaf sjá nýjustu kortin á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=vindur Veðurstofa Íslands

Bú­ast má við hættu­leg­um vind­hviðum við fjöll eft­ir há­degi á morg­un (jafn­vel yfir 50 m/​s þegar verst læt­ur) og engu ferðaveðri. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands gæti óveðrið skollið á tveim­ur tím­um fyrr á morg­un en talið var í gær. Vind­styrk­ur­inn er hins veg­ar svipaður og áður hafði verið varað við.

Lægðin, sem veld­ur óveðrinu sem vænt­an­legt er á morg­un, er að taka á sig mynd suðvest­ur í hafi og er stödd um 700 km aust­ur af Ný­fundna­landi. Lægðin er á leið til norðaust­urs, en á morg­un fer hún hratt til norðurs og dýpk­ar ört. 

Á morg­un er út­lit fyr­ir vax­andi suðaustanátt, meðal­vind­hraði víða á bil­inu 18-25 m/​s eft­ir há­degið. Vind­hviður geta náð yfir 40 m/​s vest­an og norðan und­ir fjöll­um á Vest­ur­landi, til dæm­is und­ir Hafn­ar­fjalli. Suðaustanátt­inni fylg­ir rign­ing og er út­lit fyr­ir tals­vert eða mikið úr­komu­magn á suður­helm­ingi lands­ins.

Það er von á þíðu á lág­lendi, en lík­ur eru á að úr­kom­an verði á formi slyddu eða snjó­komu á heiðum og fjöll­um, einkum í fyrstu. Und­ir kvöld á morg­un verður lægðin á norður­leið skammt vest­an við land og sunn­an við hana er mik­ill vind­streng­ur sem mun herja á landið.

Nær há­marki um klukk­an 21

Um kl. 21 er út­lit fyr­ir að veðrið nái há­marki suðvest­an­lands með suðvest­an 20-30 m/​s. Up­p­úr miðnætti fær­ir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vest­f­irði, Strand­ir og Norður­land vestra og einnig á Norður­land eystra. Má bú­ast við að vind­hviður geti náð yfir 50 m/​s á þess­um slóðum þar sem vind­ur stend­ur af fjöll­um. Með suðvestanátt­inni kóln­ar og mun úr­kom­an á sunnu­dags­kvöldið færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja.

Á mánu­dags­morg­un­inn er gert ráð fyr­ir suðvest­an stormi (18-25 m/​s), en all­hvass eða hvass vind­ur síðdeg­is (13-20 m/​s). Útlit er fyr­ir élja­gang, en að létti til norðaust­an- og aust­an­lands. Áfram kóln­ar í veðri og má bú­ast við hita um og und­ir frost­marki þegar kem­ur fram á dag­inn.

„Af of­an­sögðu er ljóst að spáð er ill­viðri eft­ir há­degi á sunnu­dag­inn og fram á mánu­dag og ekk­ert ferðaveður. Þessi til­kynn­ing er unn­in með aðstoð tölvu­spáa með grein­ing­ar­tíma kl. 12 á laug­ar­dag,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá veður­fræðing­um Veður­stofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert