1.500 farþegar í vandræðum vegna veðurs

Mikil röskun hefur verið á flugi í dag.
Mikil röskun hefur verið á flugi í dag. Ljósmynd/Tumi Jónsson

Töluverð röskun hefur verið á millilandaflugi í dag vegna veðurs. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur nú þegar þurft að aflýsa flugi til og frá London, Osló og Stokkhólmi. Þá hefur einnig þurft að fresta leiguflugi flugfélagsins til Vínarborgar.

Guðjón segir um 1.500 farþega vera í vandræðum vegna þessa, bæði hér á landi og erlendis. Seinkanir hafa einnig orðið á fjölda flugferða.

Upplýsingar um brottfarir, komu og frestanir á flugi má finna á textavarpi og heimasíðum flugfélaganna og Keflavíkurflugvallar og er fólk hvatt til að fylgjast vel með því hlutirnir geta breyst hratt. 

Eins og mbl.is greindi frá hefur WOW air fellt niður flugferð sem fara átti til Lundúna og Berlínar í dag. Vél félagsins frá Kaupmannahöfn lenti á Akureyri í dag.

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og verður ekki hugað að flugi aftur fyrr en klukkan níu í fyrramálið.

Alls hefur níu flugum Icelandair verið aflýst í dag.
Alls hefur níu flugum Icelandair verið aflýst í dag. mbl.is
Eins og sjá má á skjánum hefur mörgum flugum verið …
Eins og sjá má á skjánum hefur mörgum flugum verið aflýst. Ljósmynd/Tumi Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert