Framlag til Kvikmyndasjóðs aukið

Atriði úr kvik­mynd­inni vin­sælu Von­ar­stræti.
Atriði úr kvik­mynd­inni vin­sælu Von­ar­stræti. mbl.is

Framlag til Kvikmyndasjóðs verður aukið um 50 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem fjárlaganefnd afgreiddi í gær. Verður heildarframlag til sjóðsins því 724,7 m.kr. 

Sam­band ís­lenskra kvik­mynda­fram­leiðenda hefur lagt áherslu á að fram­lög til Kvik­mynda­sjóðs verði hækkuð á næsta ári í sam­ræmi við mark­mið og áhersl­ur í sam­komu­lagi sem gert var við rík­is­stjórn­ina árið 2006.

Þá hefur jafn­framt verið talað um að niður­skurður á kvik­mynda­sjóði milli ára um 35% hafi þegar valdið þung­um búsifj­um í fram­leiðslu á inn­lendu efni og sé ljóst að í ár verða fram­leidd um­tals­vert færri ís­lensk kvik­mynda­verk en á síðustu tveim­ur árum.

Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert