Framlag til Kvikmyndasjóðs verður aukið um 50 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem fjárlaganefnd afgreiddi í gær. Verður heildarframlag til sjóðsins því 724,7 m.kr.
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hefur lagt áherslu á að framlög til Kvikmyndasjóðs verði hækkuð á næsta ári í samræmi við markmið og áherslur í samkomulagi sem gert var við ríkisstjórnina árið 2006.
Þá hefur jafnframt verið talað um að niðurskurður á kvikmyndasjóði milli ára um 35% hafi þegar valdið þungum búsifjum í framleiðslu á innlendu efni og sé ljóst að í ár verða framleidd umtalsvert færri íslensk kvikmyndaverk en á síðustu tveimur árum.
Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.