Strætó hættur að ganga á höfuðborgarsvæðinu

Allar leiðir eru hættar akstri á höfuðborgarsvæðinu í dag hjá Strætó vegna óveðursins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins.

Fólk er beðið að fylgjast með tilkynningum á vefsíðunni vegna ferða utan höfuðborgarsvæðisins. Einhverjar tafir verði að öllum líkindum óhjákvæmilegar.

Eftirfarandi leiðir utan höfuðborgarsvæðisins falla niður: Leið 51, Leið 57, Leið 58, Leið 59 og Leið 82.

Leigubílar á vegum Hreyfils og BSR verða áfram í akstri þrátt fyrir óveðrið. Hjá BSR fengust þær upplýsingar að færri bílar væru á ferðinni en venjulega og því mætti búst við einhverri bið.

Mikið er að gera hjá lögreglu og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu að sögn lögreglu. Útköll eru margvísleg vegna foks. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og fyrir vikið nokkur bið eftir aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert