Hverju myndi það breyta að seinka klukkunni um klukkustund þegar skammdegið hellist yfir landsmenn? Spurningin brennur á mörgum þar sem ýmis lýðheilsuleg vandamál landsmanna eru rakin til þess að dagsbirtan sé of sein á ferðinni yfir vetrartímann.
Með því að taka upp „timelapse“ myndskeið af dagrenningu á föstudagsmorgun má sjá hvernig staðan er núna þegar það tekur að birta um 9:30 og hádegi er rétt uppúr kl. 13. Við prufuðum svo að flýta klukkunni um klukkustund.
Frétt mbl.is: Brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni
Athugasemd 30.11. 2014 kl. 10:27: Áður var talað um að flýta klukkunni en að sjálfsögðu á að tala um að seinka klukkunni um eina klukkustund.